Ýmsar hugmyndir um þjófnað

Punktar

Lífeyrissjóðirnir bættu sér upp tjónið af fáránlegum kaupum á hlutafé í gjaldþrota bönkum og loftblöðrum. Það gerðist með eignum þeirra í erlendum pappírum, sem hækkuðu í verði við gengislækkun krónunnar. Erlendar eignir eru hornsteinn í öryggi, sem lífeyrissjóðir eiga að veita eigendum sínum. Stjórnarformaður stærsta sjóðsins er samt farinn að gæla við að selja slíkar eignir til að kaupa Landsvirkjun. Ein hugmynd af mörgum, sem allar miðast við, að fleiri lífeyrisegg lendi í sömu, brothættu körfunni. Ekkert lát er á hugvitsemi við að framleiða fé með því að stela því frá lífeyrissjóðunum.