Ljúft væri, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18% atkvæða í kosningunum eins og Fréttablaðið segir í dag. Syndir hans eru svo þungar, að hann á skilið að hverfa af skákborði stjórnmálanna. Einnig væri frábært, ef Framsókn fengi nærri hreinan meirihluta, því að þjóðin á ekki betra skilið. Hún hefur ætíð hagað sér pólitískt eins og fáviti og gerir það enn. Samt er fullt af nýjum framboðum með frambærilegra fólki en gamli fjórflokkurinn og varadekk hans bjóða. Samkvæmt tölum Fréttablaðsins koma Píratar að þingmönnum. Það færir okkur þó von um, að sumir geti hugsað út fyrir svartan kassa fjórflokksins.