Ypptu bara öxlum

Punktar

Íslenzkir afturkallar með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar eru vanir að tuddast. Héldu sig hafa makrílsamning í húsi. Þóttust móðgast í Edinborg og hlupu af fundi. Hinir ypptu öxlum, sögðu bara „who cares“, héldu áfram að semja. Að afturköllum brotthlaupnum tók bara tvo tíma að semja. Tuddagangur afturkalla gildir bara á Íslandi, ekki úti í heimi, allra sízt í siðmenningu Evrópu. Menn eru grátfegnir að fá vinnufrið. Bjarni Ben segist hneykslaður á Evrópu. Nú fær hann tækifæri til að halla sér betur að vinunum í Moskvu og Peking. Þar eru kallar, sem kunna að tuddast meira en íslenzkir afturkallar.